5. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. nóvember 2013 kl. 09:13


Mættir:

Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 09:13
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:13
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:13
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:13
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:13
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:13
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:13
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:13

Guðlaugur Þór Þórðarson var fjarverandi. Birgir Ármannsson boðaði forföll. Vilhjálmur Bjarnason 2. varaformaður stjórnaði fundi í fjarveru formanns.

Nefndarritarar:
Stígur Stefánsson
Þröstur Freyr Gylfason

1566. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 4. október 2013 Kl. 09:13
Á fund nefndarinnar komu Högni S. Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti og Halldór Runólfsson og Eggert Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gerðu gestirnir grein fyrir málum á dagskrá fundar sameiginlegu EES-nefndarinnar 4. október 2013 og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 09:34
a) Dagskrá nefndarinnar framundan.
b) Vestnorræn mál.
c) Stuðningur við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara.
d) Njósnir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA).
e) Staða makrílmálsins.

3) Yfirlit fríverslunarsamninga Íslands Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar komu Bergdís Ellertsdóttir, Högni S. Kristjánsson og Ragnar G. Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir yfirlit fríverslunarsamninga Íslands og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 73. mál - fríverslunarsamningur Íslands og Kína Kl. 10:55
Á fund nefndarinnar komu Bergdís Ellertsdóttir, Högni S. Kristjánsson og Ragnar G. Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45